Félagsbúið Miðhrauni 30 ára

Gleðilegt ár kæru vinir

49204606_584337915312392_6379268848339648512_n

Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.
                         “Valdimar Briem 1848 – 1930”

Árið 2018 var 30 ára afmælis ár Félagsbúsins á Miðhrauni.

Það stóð alltaf til að halda upp á afmælið með pomp og prakt blása í lúðra, bjóða vinum, velunnurum og öllu því góða fólki sem hjá okkur hefur unnið til veislu, en tíminn hefur flogið frá okkur svo það verður bara að bíða betri tíma.

Okkur langar til þess að líta aðeins til baka og rifja upp það liðna.

Við Siggi fluttum í sveitina 1987 með Önnu 1 árs, þetta var sveitin mín þar sem ég er fædd og uppalin.  Ég flutti til Reykjavíkur til þess að fara í nám og bjó þar í 10 góð og skemmtileg  ár, þar kynntist ég Sigga og eignaðist Önnu. Það var ekki síður Sigga draumur að flytja í sveit og þegar hann fékk þessa hugdettu að flytja á Miðhraun og fara í loðdýrarækt hugsaði ég mig ekki lengi um þó ég vissi ekkert um þennan búskap enda kannski eins gott því annars hefðum við aldrei flutt í sveitina. Mamma og pabbi bjuggu á Miðhrauni þar sem þau stunduðu búskap og ráku blómlega ferðaþjónustu, þau tóku okkur opnum örmum  og buðu okkur velkomin.

Byggingarflokkur Guðmundar og Önnu við stækkun á ferðaþjónustu þeirra 1990.

Byggingarflokkur Guðmundar og Önnu við stækkun á ferðaþjónustu þeirra 1990.

Þar með hófst ævintýri Félagsbúsins sem stofnað var ári síðar 1988 og hefur verið að vaxa og þroskast síðan eins og vel alið barn.

Við byrjuðum á að byggja okkur 38fm hús til að búa í og hófumst síðan handa við að byggja upp búið. Við byggðum 2 stór loðdýrahús á Miðhrauni, skinnaverkunn (með fl bændum) og síðan okkar eigin fóðurstöð.

Anna og litla húsið okkar byggt 1987

Anna og litla húsið okkar byggt 1987

Fyrstu árin voru mjög erfið, loðdýraræktin stóð ekki undir væntingum. Verð á skinnum lækkaði stöðugt og kostnaður jókst, við þurftum að leggja á okkur þrotlausa vinnu til að láta hlutina ganga upp. Siggi þurfti aftur að fara að vinna við smíðar í bænum til af fá einhverjar tekjur, og við reyndum ýmislegt til að láta þetta ganga upp, við t.d tókum að okkur krakka í sveitina, keyptum holdakálfa  frá Gunnarsholti og reyndum kálfaeldi, fórum í stórfellt fiskeldi með Þórði bróðir og pabba þar sem við ræktuðum bleikju, settum upp seiðaeldi, margar jarðtjarnir og seldum ferska og frosna bleikju um allan heim.

Loðdýraskálarnir byggðir 1988 Sveinbjörn, bryndís og Egill frá Dal

Loðdýraskálarnir byggðir 1988 Sveinbjörn, Bryndís og Egill frá Dal.

Bryndís með Ödda sem var samkynhneigður minkur og dekur dýr.

Bryndís með Ödda sem var samkynhneigður minkur og dekurdýr.

Helga og Öddi

Helga Bjarna vinkona okkar og Öddi.

Þór Birgis og Anna S skoða hér minkaskinn sem Sigurður er að merkja og undirbúa í sölu

Þór Birgis og Anna S skoða hér minkaskinn sem Sigurður er að merkja og undirbúa í sölu.

Þórður og Bryndís

Þórður og Bryndís að flokka bleikju.

Siggi og Þórður að sleppa silungum í tjarnirnar

Siggi og Þórður að sleppa nýjum silungum í tjarnirnar. Greinilega mjög áhugavert og spennandi.

Sigurður að gefa bleikjunum

Sigurður að gefa bleikjunum.

Anna Þórðardóttir alltaf liðtæk í öll verkefni. Bleikju pakkað fyrir evrópu markað.

Anna Þórðardóttir alltaf liðtæk í öll verkefni. Bleikju pakkað fyrir evrópu markað.

Þórður og Sigurður að klæða fiskeldistjarnirnar.

Þórður og Sigurður að klæða fiskeldistjarnirnar.

Gamla húsið á Miðhrauni gert upp 1995

Gamla húsið á Miðhrauni gert upp 1995.

Fiskþurrkun

Það var ekki fyrr en við tókum ákvörðum um að hætta í loðdýraræktinni og breyta húsunum í fiskþurrkunn að hlutirnir fóru að ganga vel hjá okkur. Við endurbyggðum loðdýraskálana og breytum þeim í þurrkhús og byggðum til viðbóta 700 fm eftir þurrkunnarhús. Næstu ár voru mjög farsæl, við náðum mjög góðum tökum á að þurrka fisk og hönnuðum fullkomna tölfustýrða þurrkklefa og vorum með eina af toppvörunum á markaðnum í Nígeríu í mörg ár.

Sigurður að setja inn fisk 1997. Til að byrja með var vinnslan undir berum himni eða þar til þau settu upp vinnslu í hlöðunni á Miðhrauni.

Sigurður að setja inn fisk 1997. Til að byrja með var vinnslan undir berum himni eða þar til þau settu upp vinnslu í hlöðunni á Miðhrauni.

Seilað í hlöðunni 1999.

Seilað í hlöðunni 1999.

Í vinnslusalnum í kringum árið 2000

Í vinnslusalnum í kringum árið 2000.

Feðgarnir Gamba og Jamba að hengja út á hjalla.

Feðgarnir Gamba og Jamba að hengja út á hjalla.

Sigurður að taka niður af hjöllum.

Sigurður að taka niður af hjöllum.

Hjalta og Anna taka niður af hjöllum á Miklaholtsseli. Við fengum að nota gamla loðdýraskála þar til þess að hengja upp veturinn 2000.

Hjalta og Anna taka niður af hjöllum á Miklaholtsseli. Við fengum að nota gamla loðdýraskála þar til þess að hengja upp veturinn 2000.

Steinþór og Hjalta raða hausum á grindur árið 2001

Steinþór og Hjalta raða hausum á grindur árið 2001.

Bryndís að sauma og merkja poka með þurrkaðri ýsu.

Bryndís að sauma og merkja poka með þurrkaðri ýsu.

Valdimar Gunnar og Kristmar með útiþurrkaða fiskhausa.

Valdimar Gunnar og Kristmar með útiþurrkaða fiskhausa.

Útiþurrkaðir hausar keyrðir heim í vinnslu 1999

Útiþurrkaðir hausar keyrðir heim í vinnslu 1999.

Tony að sinna viðhaldi

Tony að sinna viðhaldi.

Khass Erdene var hjá okkur í 15 ára ásamt fjölskyldu sinni. Um tíma var hann yfirverkstjóri

Khass Erdene var hjá okkur í 15 ára ásamt fjölskyldu sinni. Um tíma var hann yfirverkstjóri í vinnslunni.

Sett í gám fyrir Nígeríu markað

Sett í gám fyrir Nígeríu markað starfsfólk frá Mongólíu, Boya, Zergó, Gamba og Khassa 2000.

Pökkunarsalurinn í nóv 2016

Pökkunnarsalurinn í nóv 2016.

IMG_1601

Sigurður, Anna, Sigurður yngri, Kata (Salka fiksmiðlun) og kaupendur frá Nígeríu Zinkata og sonur hans.

Steini Kúld yfirverkstjóri í vinnslu.

Steini Kúld yfirverkstjóri í vinnslu.

Ariuntulgan við pökkunarvélina

Ariuntulgan við pökkunarvélina. Hann starfaði hjá okkur frá árinu 2004 þar til allt brann.

Þórður og Anna 2003

Þórður og Anna 2002.

Hér hafa verið margir mjög skemmtilegir :)

Hér hafa verið margir mjög skemmtilegir 🙂

Yndislega Tseeven að raða inn í klefa

Yndislega Tseeven vann hjá okkur í mörg ár. Hér er hún að raða inn í klefa.

Árshátíð 2002 Steini no 1, Solongo, Gamba, Gana og Steini no 2

Árshátíð 2002 Steini no 1, Solongo, Gamba, Gana og Steini no 2.

Árshátíð 2005

Árshátíð 2005.

Október 2006 186

Boðsball í Eyja- og Miklaholtshrepp 2006.

Starfsmenn árið 2004

Starfsmenn árið 2004.

Starfsfólk Miðhrauns í kringum árið 2008

Starfsfólk Miðhrauns í kringum árið 2008.

2008

2008.

Jólahlaðborð árið 2011

Jólahlaðborð árið 2011.

Hópmynd 2012

Hópmynd 2012.

IMG_6358

Jólahlaðborð 2013

Við Siggi ásamt lífvörðum og bílstjóra í Nígeríu 2007.

Við Siggi ásamt lífvörðum og bílstjóra í Nígeríu 2007.

Sigurður á markaði í Nígeríu.

Sigurður á markaði í Nígeríu.

Nígería 2007

Nígería 2007.

Markaðurinn í Nígeríu

Markaðurinn í Nígeríu.

Næstu ár einkenndust af mikilli uppbyggingu, við byggðum við frystihús með kæla og frystiklefa, keyptum notaða frystiverksmiðju í Danmörku sem við rifum niður og fluttum hingað og byrjum að frysta og hakka fisk sem ekki var hægt að þurrka og seldum hann til danskra loðdýrabænda. Við gerðum út 3 flutningabíla, 2 trailera og einn kassabíl sem sáu um að sækja hráefni daglega. Þetta gekk mjög vel og vorum við komin með yfir 40 manns í vinnu.

Allan þennan tíma frá 1987 og til dagsins í dag erum við búin að vera að byggja og framkvæma og fyrir brunann vorum við komin með yfir 6000fm atvinnuhúsnæði, 2 hitaveitur, vatnsveitu og mörg íbúðarhús.

Sveinbjörn bróðir smíðaði stálgrindurnar í eftirþurrkunina.

Sveinbjörn bróðir smíðaði stálgrindina í eftirþurrkunarhúsið ásamt fleirum.

Sveinbjörn og Vignir

Sveinbjörn og Vignir

Grunnur undir eftirþurrkunina

Grunnur undir eftirþurrkunina

Hilmar, Agnar og Sigurður

Hilmar, Agnar og Sigurður við grunn eftirþurrkuninar.

Slava og Tuvsinbat

Slava og Tuvsinbat.

Þórður með teikningarnar á hreinu.

Þórður með teikningarnar á hreinu.

Stálgrindur settar saman í eftirþurrkun

Sigurður og Guðmundur við uppsetningu eftirþurrkunarhúsins.

Eftirþurrkunarhús reist veturin 2003

Eftirþurrkunarhús reist veturinn 2003

Gamla fjósinu breytt í starfsmannaíbúð 2003-2004.

Gamla fjósið og súrheysturnarnir breytt í starfsmannaíbúð 2003-2004.

Innfluttningspartý 2004 Renata, Petur og Tony

Innfluttningspartý í nýja starfmannahúsið 2004 Renata, Petur og Tony

Innfluttningarpartý 2004. Sigurður, Slava, Sigþór, Díanna og Anna.

Innfluttningarpartý í nýja starfsmannahúsið 2004. Sigurður, Slava, Sigþór, Díana og Anna.

Nýjar fituskiljur fyrir verksmiðjuna 2012

Nýjar fituskiljur fyrir verksmiðjuna 2012

Nýjar fituskiljur fyrir verksmiðjuna 2012

Nýjar fituskiljur fyrir verksmiðjuna 2012

Fyrsta skóflustungan tekin að grunni fyrir bandþurrkarahúsið

Fyrsta skóflustungan tekin að grunni fyrir bandþurrkarahúsið

Grunnur tekinn undir stórahúsið

Grunnur tekinn undir stóra húsið

Stórahúsið reyst sumarið 2012

Stóra húsið reist sumarið 2012

Þórður, Grétar og Jónsi

Þórður, Grétar og Jónsi

Þurrkhús í byggingu 2012

Þurrkhús í byggingu 2012.

Þurrkhús í byggingu 2012

Þurrkhús í byggingu 2012.

Öryggishlíð settupp. Víðir, Ingvar og Sigurður.

Víðir og  Ingvar setja upp öryggishlið við vinnslu.

Stefán og Gunnar við stýrikerfi á færibandaþurrkaranum.

Stefán og Gunnar við stýrikerfi á færibandaþurrkaranum.

Menn frá Ungverjalandi komu að setja upp þurrkarann sumarið 2013.

Menn frá Ungverjalandi komu að setja upp þurrkarann sumarið 2013.

Járnabundið í þurrkhúsinu

Járnabundið í þurrkhúsinu.

Grunnur tekin fyrir fjórar starfsmanna íbúðir vorið 2015.

Grunnur tekin fyrir fjórar starfsmanna íbúðir vorið 2015.

Starfsmanna íbúðir í byggingu.

Starfsmanna íbúðir í byggingu.

Hellulagt fyrir utan starfsmanna húsið viku fyrir brunann.

Hellulagt fyrir utan starfsmanna húsið viku fyrir brunann.

Gunni hefur starfað hjá okkur síðan 2009 og er liðtækur í allt. Hér er hann að setja nýtt þak á húsið á Lynghaga.

Gunni hefur starfað hjá okkur síðan 2009 og er liðtækur í allt. Hér er hann að setja nýtt þak á húsið á Lynghaga.

Virgis er einn af þeim sem getur gert all. Hann starfaði hjá okkur í 12 ár.

Virgis er einn af þeim sem getur gert allt. Hann starfaði hjá okkur í 12 ár.

Hádegismatur á Miðhrauni sumarið 2017. Verktakar sem voru um stund hjá okkur við endurnýjun á starfsmannahúsum sem í dag eru notuð í ferðaþjónustu.

Hádegismatur á Miðhrauni sumarið 2017. Verktakar sem voru um stund hjá okkur við endurnýjun á starfsmannahúsum sem í dag eru notuð í ferðaþjónustuna.

Bormenn - Hákon, Siggi, Árni og Matti.

Bormenn Árna Kóps – Hákon, Siggi, Árni og Matti.

Heittvatn fundið á Lynghaga 2013

Heittvatn fundið á Lynghaga 2013.

Að finna heittvatn var mikið gleði efni. Bryndís, Sonja, Sigurður og Þórður faga við holuna.

Að finna heittvatn var mikið gleðiefni. Bryndís, Sonja, Sigurður og Þórður fagna við holuna.

Khassa - Hitaveita Lynhaga lögð heim á Miðhraun.

Khassa – Hitaveita Lynhaga lögð heim á Miðhraun.

Hitaveita Lynghaga lögð heim að Miðhraun í apríl 2014.

Hitaveita Lynghaga lögð heim að Miðhraun í apríl 2014.

Hitaveitan lögð heim að Miðhrauni sumarið 2014 Ingvar og Gunni.

Hitaveitan lögð heim að Miðhrauni sumarið 2014 Ingvar og Gunni.

Hitalagnirnar þurftu að fara undir þjóðveginn. Ingvar, Gunni og Þórður.

Hitalagnirnar þurftu að fara undir þjóðveginn. Ingvar, Gunni og Þórður.

Dæluskúr smíðaður 2014

Dæluskúr smíðaður 2014.

Dæla sett niður til þess að auka vatnsmagnið.

Dæla sett niður til þess að auka vatnsmagnið.

Allir sáttir því það náðist að setja dæluna niður án þess að skemma holuna. Guðmundur, Ingvar, Gunni og Siggi

Allir sáttir því það náðist að setja dæluna niður án þess að skemma holuna. Guðmundur, Ingvar, Gunni og Siggi.

Árið 2012 byggðum við ný 2000fm hús, keyptum þýskan notaðan færibanda þurrkara frá Póllandi rifum hann niður og fluttum á Miðhraun og settum upp í húsin og ákváðum að skoða þann möguleika að fara að þurrka þang og þara og setja upp verksmiðju til að framleiða alginat. Við vorum komin á kaf í þetta spennandi verkefni með hóp sérfræðinga frá Skotlandi og S- Afríku, við keyptum vinnsluskip frá Hollandi sem við skírðum Þangbarna Fyrsta og vorum með stór plön.

Ingvar og Sigurður skoða pramma út í Hollandi 2012.

Ingvar og Sigurður skoða pramma út í Hollandi 2012.

Þangbrandur skoðaður í Hollandi.

Þangbrandur skoðaður í Hollandi.

Þetta var skemmtilegur tími og kynntumst við mörgu skemmtilegu og hæfileikaríku fólki í þessum litla ,,þangheimi,, héðan og þaðan úr heiminum, við fórum í mörg ferðalög og fengum marga gesti til skrafs og ráðagerðar.

Sigurður, Ingvar, Colin og Karl Gunnars á Breiðafiði að skoða Þaramið.

Sigurður, Ingvar, Colin og Karl Gunnars á Breiðafiði að skoða Þaramið sumarið 2016.

Samningur undirritaður við Þangfyrirtæki í Kanada

Samningaviðræður. Anna, Bryndís, Sigurður, J.P og Jim.

Fundur með S-Afrisku fyrirtæki. Johan, Colin, Bryndís, Mark og Sigurður.

Fundur með S-Afrisku fyrirtæki. Johan, Colin, Bryndís, Mark og Sigurður.

Fundur með MBL

Fundur með MBL.

2015-10-14 13.31.02

SETALG í heimsókn á Miðhrauni.

Bryndís á þaramiðum

Bryndís á þaramiðum.

Ragnheiður og Bryndís á Breiðafirði.

Ragnheiður og Bryndís á Breiðafirði.

Sigurður og Ingvar á Breiðafirði.

Sigurður og Ingvar á Breiðafirði.

Bryndís, Jón Logi og Markhús. Markhús sigldi Þangbrandi til Stykkishólms frá Hollandi ásamt áhöfn sinni.

Bryndís, Jón Logi og Markhús. Markhús sigldi Þangbrandi til Stykkishólms frá Hollandi ásamt áhöfn sinni.

Ingvar, Jón Logi, Bryndís, Sigurður og áhöfnin sem sigldi þangbrand til Íslands.

Ingvar, Jón Logi, Bryndís, Sigurður og áhöfnin sem sigldi Þangbrand til Íslands. Ómar, Markhús og Ásgeir.

Bryndís og Siggi í Þang og þara leiðangri ásamt sérfræðingum í þeim efnum.

Bryndís og Siggi í Þang og þara leiðangri ásamt sérfræðingum í þeim efnum.

Fundur með Algai.

Fundur með Algai.

Sigurður, Daniel Parker og Bryndís.

Sigurður, Daniel Parker og Bryndís.

Ingvar og Colin skoða þang í Breiðafirðinum.

Ingvar og Colin skoða þang í Breiðafirðinum.

Steinunn og ný þurrkað þang sem kindurnar okkar hafa fengið að njóta góðs af.

Steinunn og ný þurrkað þang sem kindurnar okkar hafa fengið að njóta góðs af.

Starfsmenn Acadian sea plant í hádegismat á Miðhrauni.

Starfsmenn Acadian sea plant í hádegismat á Miðhrauni.

Bryndís, Ove og Siggi. Ove kyntumst við í kringum aldarmót en hann er senior advisor hjá BHJ í Danmörku.

Bryndís, Ove og Siggi. Ove kyntumst við í kringum aldarmót en hann er í dag “senior advisor” hjá BJH í DK.

Í nóvember 2016 brann fiskþurrkunin okkar til kaldrakola og eftir það urðu margar breytingar í okkar lífi, þetta var mikið áfall sem erfitt var að komast út úr, við tókum þó fljótlega þá ákvörðun að byggja ekki aftur upp fiskþurrkunina enda margra ára starf sem þarna hvarf á einu bretti og fraus okkur hugur að hugsa til þess a byggja þetta allt upp aftur. Samt sem áður hugsuðum við með söknuði til þessa tíma, þeirra frábæru viðskiptatækifæra sem þarna voru, til markaðarins og okkar góðu viðskiptavina og samstarfsfélaga, Sunil, Harrys, Chinkata, Clara til yndislegu Kötu hjá Sölku fiskmiðlun. Þetta var skemmtilegur tími, tími mikilla reynslu og góður skóli. Við eigum eftir að heimsækja vini okkar í Nígeríu aftur og höfum ekki skilið við þann kafla í lífi okkar.

kaupendur í heimsókn 2014

Kaupendur í heimsókn 2014.

Clara, Sigurður, Chinkata, Katrín og Bryndís

Clara, Sigurður, Chinkata, Katrín og Bryndís.

Við ásamt öðrum fiskþurrkunum á Íslandi styrktum ár hvert verkefnið Mission for Vision í Nígeríu.

Við ásamt öðrum fiskþurrkunum á Íslandi styrktum ár hvert verkefnið Mission for Vision í Nígeríu.

Eigendur Chanrai og stjórnendur Mission for vision. Ásamt Kötu hjá Fiskmiðlun.

Eigendur Chanrai og stjórnendur Mission for vision. Ásamt Kötu hjá Fiskmiðlun.

Harris, Sigurður, Bryndís, Sunnil og Katrín

Harrys, Sigurður, Bryndís, Sunil og Katrín.

Bruni 21. nóvember 2016

Bruni 21. nóvember 2016.

Eftirþurrkunin góða í ljósum logum.

Eftirþurrkunin góða í ljósum logum.

Eftirþurrkunin sem var byggð 2003-2004.

Eftirþurrkunin sem var byggð 2003-2004.

21. nóvember 2016

21. nóvember 2016.

Yfirlitsmynd eftir brunann.

Yfirlitsmynd eftir brunann.

Hreinsistarf eftir brunann.

Hreinsistarf eftir brunann.

Í kjölfari þessa áfalls sem bruninn var tókum við ýmsar ákvarðanir, við seldum t.d frystiverksmiðjuna okkar til Klofnings á Suðureyr.

Frystiverksmiðjan tekin niður og flutt á Suðureyri

Frystiverksmiðjan tekin niður og flutt á Suðureyri.

Frystiverksmiðjan tekin niður og flutt á Suðureyri

Frystiverksmiðjan tekin niður og flutt á Suðureyri.

Frystiverksmiðjan í vinnslu

Frystiverksmiðjan í vinnslu.

Mugho í frystiverksmiðjunni árið 2012

Mugho í frystiverksmiðjunni árið 2012.

Önnur stór ákvörðun sem við tókum var að bakka út úr áformun okkar með þang og þara verkefnið. Við seldum Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum Þangbrand og erum enn að ákveða hvort við seljum þurrkarann eða notum hann sjálf í annað spennandi verkefni sem hér er í þróun.

Þangbrandur kom við í Vetmanneyjum á siglingu sinni frá Hollandi

Þangbrandur kom við í Vestmanneyjum á siglingu sinni frá Hollandi.

Eftir brunann þurftum við að horfa á eftir mörgu af okkar góða starfsfólki sem hér bjó og vann, það var sárt en svona er lífið. Fólkið okkar dreifðist um landið til Keflavík, Reykjavík, Borgarnes, Stykkishólm og sumir fóru til síns heimalands, við erum enn í sambandi við flesta enda flestir vinir okkar til margra ára.

Starfsmannapartý í boði Sergey og Svetlana

Matarboð hjá Sergey og Svetlana.

Svetlanda, Dimitri, Ilona, Renata og Bryndís.

Svetlanda, Dimitri, Ilona, Renata og Bryndís.

Seinasta hópmyndatakan fyrir brunann. Hluti af starfsfólki Miðhrauns bauð okkur í grillveislu.

Seinasta hópmyndatakan fyrir brunann. Hluti af starfsfólki Miðhrauns bauð okkur í grillveislu.

Nokkrir starfsmenn urðu eftir og tóku þátt í að byggja hér upp nýja atvinnugrein sem er ferðaþjónusta og er okkar aðal atvinnugrein í dag og gengur undir nafninu Lava Water. Íbúðir og aðstaða sem áður var notuð fyrir starfsfólk var tekin í gegn og endurnýjuð fyrir ferðafólk. Við bjóðum upp á herbergi með sameiginlegu eldhúsi og baði, herbergi með sér baðherbergi einstaklings íbúðir í nokkrum stærðum fyrir  fjölskyldur og hópa frá 2 manns til 9 manna hús.

Ferðaþjónustan hefur gengið mjög vel og fáum við góð meðmæli og skemmtilega ferðamenn, við höfum fengið tilnefninguna Super host nokkrum sinnum í röð á Airbnbn og er um við með 500 umsagnir og einkunn upp á  9,4 hjá Booking.com  Þetta er þakklátt starf og fær maður góða þjónustu vel borgaða með þakklæti og vináttu ferðamanna.

Screenshot 2019-01-02 at 17.16.14

Anna hefur tekið að sér að vera í forsvari fyrir ferðaþjónustuna og gerir hún það einstaklega vel og er vel liðin af öllum, hún hefur séð um allt viðmót ferðaþjónustunnar, settupp heimasíðu og séð um samskiptin við ferðaþjónustur og bókunarfélög.

Lava water14

Við höfum líka verið mjög heppin með starfstúlkur okkar Ilona, Gintare, Asta og Eivile sem sjá um þrifin og fá þær toppeinkunn gesta fyrir þrif. Guðmundur Andri sér um garðana og umhverfið ásamt fl störfum á vélum og tækjum.

Ilona að sauma gardínur.

Ilona að sauma gardínur.

Apríl 2017 Anna, Sigurður og Steinunn að raða upp í fyrstu íbúðina.

Apríl 2017 Anna, Sigurður og Steinunn að raða upp í fyrstu íbúðina.

Myndir settar upp í fyrstu íbúðunum.

Myndir settar upp í fyrstu íbúðunum.

Starfsmenn sumarsins 2018 Ilona, Eivile, Asta, Gintare og Anna

Hluti starfsmanna sumarsins 2018 Ilona, Eivile, Asta, Gintare og Anna.

Starfsmenn sumarsins 2018 Ilona, Eivile, Asta, Gintare og Anna

Hluti starfsmanna sumarsins 2018 Ilona, Eivile, Asta, Gintare og Anna.

Tveggja manna herbergi

Tveggjamanna herbergi.

Við erum einnig með íbúðir

Íbúðir.

Lækurinn þrifinn að vori. Steinunn Ósk

Lækurinn þrifinn að vori. Steinunn Ósk.

Guðmundur og garðslátturinn.

Guðmundur og garðslátturinn.

49348457_553990895075910_984552473001721856_n

Verkfundur: Þórður, Gunni, Einar og Sigurður.

Þórður bróður gengur inn í þau störf sem þarf enda liðtækur í allt hvort sem er að mála, smíða, vinna á gröfum, ýtu og fl. hann hefur ásamt Gunna á verkstæðinu okkar sem einnig er mjög fjölhæfur og Sigga séð um allt sem kemur að uppbyggingunni hér í ferðaþjónustunni, ásamt fl. smiðum pípurum og rafvirkjum, þannig að enn er fullt að skemmtilegu og góðu fólki í kringum okkur.

Nýjasta verkefnið

Við keyptum 10 fullbúin 70 fm timburhús frá Byko Lat í Lettlandi, þau voru flutt hingað með skipi á Grundartanga og keyrð hingað heim og sett niður á tilbúna grunna sem okkar menn voru búnir að hafa til, þessa dagana er verið að klára ýmsan frágang, tengingar og umhverfi og vonum við að þetta verði tilbúið fyrir sumarverktíðina.

Gunnar, Sigurður, Einar og Þórður

Gunnar, Sigurður, Einar og Þórður.

Einar Matt og Sigurður

Einar Matt og Sigurður.

Húsin í byggingu út í Letlandi

Húsin í byggingu út í Letlandi.

Skipstjórinn sem flutti húsin til okkar og Sigurður

Skipstjórinn sem flutti húsin til okkar og Sigurður.

Grundartangi Október 2018

Grundartangi Október 2018.

20 ferðir frá Grundatanga.

20 ferðir frá Grundartanga.

Húsin hífð á söklana.

Húsin hífð á söklana.

10 hús komin á sinn stað á Miðhrauni.

Húsin komin á sinn stað á Miðhrauni.

10 hús komin á sinn stað á Miðhrauni.

10 hús komin á sinn stað á Miðhrauni.

Sveitastörfin meiga ekki gleymast

Við höfum alla tíð verið með einhvern búskap, hesta, hænur, lífrænt fjárbú og á tímabili vorum við með holdanaut, svín og býflugnarækt.

Bryndís, Asta og börnin að færa hestana í annað hólf.

Bryndís, Asta og börnin að færa hestana í annað hólf.

Stelpurnar reyna að koma svínunum út í fyrsta sinn.

Stelpurnar reyna að koma svínunum út í fyrsta sinn.

Smalamennska 2018

Smalamennska 2018.

Rúningur 2018 Guðmundur og Guðmundur.

Rúningur 2018 Guðmundur og Guðmundur.

Smalamennska 2011.

Smalamennska 2011.

Féð komið heim af fjalli síðastliðið haust.

Féð komið heim af fjalli síðastliðið haust.

Féð komið heim af fjalli síðast liðið haust.

Féð komið heim af fjalli síðast liðið haust.

María kom til okkar sem ráðskona 2013 og 2014

María kom til okkar sem ráðskona 2013 og 2014

Heyskapur 2013 þar sem heyið fauk allt út í veður og vind

Heyskapur 2013 þar sem heyið fauk allt út í veður og vind.

Virgis að bjarga verðmætum.

Virgis að bjarga verðmætum.

Sigurður, Egill og Bryndís að yfirfara býflugnabúin.

Sigurður, Egill og Bryndís að yfirfara býflugnabúin.

Bryndís og býflugnasvermur sumarið 2013

Bryndís og býflugnasvermur sumarið 2013

Leitað af drottningunni og reynt að koma svermi í nýtt

Leitað af drottningunni og reynt að koma svermi í nýtt bú.

Guðmundur Andri og Guðmundur afi á górðistund í fjárhúsunum.

Guðmundur Andri og Guðmundur afi á góðri stund í fjárhúsunum.

Ýmsar hugmyndir eru hér í vinnslu varðandi afþreyingar á svæðinu sem spennandi verður að auglýsa þegar nær dregur.

Siggi er með mörg járn í eldinum og margar hugmyndir í vinnslu til að framkvæma í húsunum sem eftir stóðu í brunanum. Það er ekki hægt að láta húsin standa tóm, það þarf að finna einhvað sniðugt verkefni  til að koma hjólunum aftur í gang, hann er með magnaðar hugmyndir í vinnslu sem tíminn verður að fá að leiða í ljós hverjar eru. Allavega lítur ekki út fyrir að við verðum verkefnalaus á næstunni.

Þessi ár hafa verið skemmtileg og góð en líka krefjandi. Lífið er fullt af spennandi tækifærum og ef maður grípur þau ekki gera það einhverjir aðrir. Við höfum allavega prófað ýmislegt, sumt gengið vel en annað ekki. Við lítum bjartsýn til framtíðar og vonum að árið 2019 verði gott fyrir alla.

Við hjá Félagsbúinu Miðhrauni óskum ykkur öllum gleðilegs árs og þökkum fyrir allt gamalt og gott til margra ára.

Bryndís Guðmundsdóttir og Sigurður Hreinsson

Book Now