Stórbruni á Miðhrauni

Eins og flestir vita lentum við í stórum bruna aðfaranótt mánudagsins 21. nóvember þegar fiskþurrkunin okkar brann til kaldra kola  öll eins og hún lagði sig. Við viljum byrja á því að þakka slökkviliðs-  og lögreglumönnum sem unnu þræl magnað starf þessa nótt og fram á morgun, þar var allt vel skipulagt og mikil gæfa að hafa svona fagmenn. Án þeirra væri ekkert eftir.

Mynd kl 05:59 fbmidhraun/Anna S

Mynd kl 05:59 fbmidhraun/Anna S

Mynd fbmidhraun/Anna S

Mynd fbmidhraun/Anna S

2000 fermetra vinnsluhús  byggð 1987,1988 og 2004 ásamt vinnslu sem við höfum allt síðan 1997 verið að byggja upp smátt og smátt fuðraði upp á örfáum klukkutímum. Erfitt var að horfa upp á tæplega 30 ára starf hverfa en til allrar hamingju varð engin mannskaði og erum við þakklát fyrir það.

Verksmjuhús Félagsbúsins Miðhrauni. Mynd tekin í október 2016 fbmidhraun/annas

Verksmiðjuhús Félagsbúsins Miðhrauni. Mynd tekin í október 2016 fbmidhraun/Anna S

Skessuhorn/Sumarliði Ásgeirsson

Séð yfir vinnsluhúsið eftir brunann. Skessuhorn/Sumarliði Ásgeirsson

Við erum þakklát bílstjórum frá Ragnari og Ásgeiri sem urðu varir við brunalykt um klukkan 4 aðfara nótt mánudagsins og tilkynntu það til neyðarlínu ásamt því að vekja okkur ábúendur og eigendur á Miðhrauni. Svo virtist sem eingöngu um reyk væri að ræða, en örfáum mínútum síðar blossaði upp eldur og miklar sprengingar sem náðu að dreifa eldinum mjög hratt um allt og var húsið orðið alelda á örskammri stundu.

Ef þeir hefðu ekki verið á ferðinni þessa umræddu nótt hefðum við misst allt.

Skessuhorn/Tómas Freyr Kristjánsson

Skessuhorn/Tómas Freyr Kristjánsson

Skessuhorn/Tómas Freyr Kristjánsson

Skessuhorn/Tómas Freyr Kristjánsson

Mynd fbmidhraun/Anna S

Mynd fbmidhraun/Anna S

Skessuhorn/Tómas Freyr Kristjánsson

Skessuhorn/Tómas Freyr Kristjánsson

Even after the worst storms... The sun will shine again...

Even after the worst storms… The sun will shine again… Mynd Skessuhorn/Tómas Freyr Kristjánsson

Mynd fbmidhraun/Anna S

Mynd fbmidhraun/Anna S

Mynd fbmidhraun/Anna S

Mynd fbmidhraun/Anna S

Þó tjónið sé gífurlega stórt hefði það geta orðið mikið stærra þar sem að fleiri hús voru samtengd við fiskþurrkunina svo sem 2000  fermetra nýbygging  og litlu mátti muna að eldveggurinn þar gæfi sig en eldveggurinn náði að hindra að eldurinn næði yfir í nýju byggingarnar og dreift sér en frekar.

Við hlið Nýbyggingarinnar er kælir, frystir og vinnsluhús fyrir frystingu með stóra Amoníak tanka (5.000 lítrar) og einnig olíutankar með 10.000 lítrum af olíu og hefðu sprengingar orðið gífurlegar ef eldur hefði komist þangað. Hús fyrir rafstöð, rafmagnsinntök og aðra stjórnbúnaði stóð metir frá brennandi byggingunum og lygilegt að það hús hafi sloppið.

Mynd fbmidhraun/Anna S

Eldinum haldið frá Rafstöðvarhúsinu. Mynd fbmidhraun/Anna S

Rafstöðvarhúsið. Mynd fbmidhraun/Anna S

Rafstöðvarhúsið. Mynd fbmidhraun/Anna S

Hér má sjá tenginbygginguna þar sem eldveggurinn er. Mynd fbmidhraun/Anna S

Hér má sjá tenginbygginguna þar sem eldveggurinn er. Mynd fbmidhraun/Anna S

Bjarni Slökkviliðstjóri í Borgarnesi seigir að þessi bruni sé sá stærsti sem hann hefur lennt í og þurfti að kalla út slökkvilið frá Ólafsvík, Grundafirði, Stykkishólmi, Borgarnesi, Akranesi, Eyja- og Miklaholtshrepp og Keflavík.

Rannsóknar lögregla frá Reykjavík hefur rannsakað upptök eldsins og komist að því að upptökin hafi átt sér stað í einni af rafmagnstöflum þurrkunarinnar.

Nú tekur við mikil vinna og í gær hófst formleg tiltekt og niðurrif á brunarústunum og eru verktakar frá Reykjavík komnir á svæðið með gröfu og vörubíl sem munu taka þátt í hreinsun ásamt okkur starfsmönnum Félagsbúsins, vinnuvélum og flutningabílum frá okkur. Einnig þarf að þrífa hús sem ekki brunnu er urðu fyrir reykmengun.

Tomas og fleiri að hreins svæðið Mynd fbmidhraun/Anna S

Tomas og fleiri að hreins svæðið Mynd fbmidhraun/Anna S

Stálbita í eftirþurrkun klipptir í sundur. Mynd fbmidhraun/Anna S

Stálbita í eftirþurrkun klipptir í sundur. Mynd fbmidhraun/Anna S

Séð inn í eftirþurrkar og pökkunarhús. Mynd fbmidhraun/Anna S

Séð inn í eftirþurrkar og pökkunarhús. Mynd fbmidhraun/Anna S

Séð inn í eftirþurrkunar- og pökkunarhús. Mynd fbmidhraun/Anna S

Séð inn í eftirþurrkunar- og pökkunarhús. Mynd fbmidhraun/Anna S

Vinnslusalur. Mynd fbmidhraun/Anna S

Vinnslusalur. Mynd fbmidhraun/Anna S

Vinnslusalur. Mynd fbmidhraun/Anna S

Vinnslusalur. Mynd fbmidhraun/Anna S

Séð inn í eftirþurrkun Mynd fbmidhraun/Anna S

Séð inn í eftirþurrkun Mynd fbmidhraun/Anna S

Strigapokar með logoin okkar UDE. Mynd fbmidhraun/Anna S

Strigapokar með logoin okkar UDE. Mynd fbmidhraun/Anna S

Kælir og móttaka. Mynd fbmidhraun/Anna S

Kælir og móttaka. Mynd fbmidhraun/Anna S

Framtíðin er óráðinn en sem komið er en vonandi skírist eitthvað á næstu dögum. Nokkuð ljóst er að ný vinnsla verður ekki byggð upp á nokkrum dögum og starfsfólk hér þá í ákveðinni óvissu með sýna framtíð sem er óskaplega leitt því starfsfólk okkar er okkur mjög kært og hafa þau unnið hjá okkur gott starf til margra ára og er stórpartur af því sem hér er á Miðhrauni.

En við gefumst ekki auðveldlega upp og reynum að finna lausnir eins og vanalega.

Verið er að fara yfir tryggingarmál þessa stundina til þess að átta sig á hvar við stöndum. Því miður var ýmislegt sem ekki var tryggt og annað illa tryggt en stærsti hluti trygginga virðist þó vera í ágætis lagi.

Skessuhorn/Sumarliði Ásgeirsson

Á erfiðum tímum eins og þessum er gott að eiga góða að og höfum við svo sannarlega orðið vör við mikinn hlýhug frá vinum og ættingjum og margir tilbúnir að koma að aðstoða okkur. Oddvitin okkar Eggert Kjartansson sýndi okkur góðan stuðning með nærveru sinni og opnaði hann Breiðablik fyrir þá sem komu að björguninni.

Við vorum síma, net og sjónvarpslaus á Miðhrauni þar til á miðvikudaginn en við eigum eftir að svara öllum fallegu skilaboðunum þegar aðeins róast – Okkur þykir vænt um þau.

Bryndís, Siggi, Anna, Guðmundur og Steinunn.

Norðurljós yfir brunarústunum. 21. nóv 2016

Norðurljós yfir brunarústunum. 21. nóv 2016

Book Now