Eins og áður þá tínum við tímanum og gleymum að setja inn fréttir af okkur hér á Miðhrauni. Veturinn leið ótrúlega hratt og það gerði vorið líka enda margt og mikið í gangi eins og er einhvern veginn alltaf hérna hjá okkur.
Þrátt fyrir mikla erfiðleika í Nígeríu höfum við alltaf náð að selja og sitjum ekki uppi með neinar birgðir, verðin hafa nátturlega hrunið en einhvern veginn náum við að láta þetta ganga. Líklega hefur það hjálpað okkur að vera sanngjörn, en við höfum einbeitt okkur að því að fylgja markaðnum og lækkað vöruna eftir þörfum og tekið fullt tillit til þess ástands sem er í Nígeríu. En því miður eru margir með miklar óseldar birgðir heima og í Nígeríu.
Vinnsluhúsin á Miðhrauni
Séð inn í vinnsluna á skjá
Khassa og Tseveen tóku þá ákvörðun að flytja í Stykkishólm í desember sl eftir að hafa búið og starfað hjá okkur í 15 ár. Það er mikil eftirsjá í þeim og strákunum og eru Hólmarar heppnir að fá þau til sín. Við erum að sjálfsögðu í góðu sambandi við þau áfram þar sem þau eru og verða alltaf vinir okkar. Khassa byrjaður reyndar aftur hjá okkur að hluta en hann tók að sér að keyra fiskinn af Snæfellsnesi til okkar á kvöldin þegar hann er búinn í vinnunni sinni í Stykkishólmi.
Khassa & Tseveen
Steinunn og Ajush
Sigurður Arndal, Jón Logi Arndal, Omo og Tumajush í heyskap.
Mikill tími hefur farið í ýmsa vinnu vegna fyrirhugaðrar Alginat framleiðslu. Við höfum verið að vinna að mjög spennandi þróunnarverkefni með skorskum sérfræðingum sem hafa mikinn áhuga á samvinnu við okkur. Þeir hafa í mörg ár verið að þróa nýja aðferð til að framleiða Alginat og verðum við þau fyrstu í heiminum til að prófa þá aðferð. Miklar samnings viðræður hafa verið í gangi undanfarna mánuði og ferðir farnar til Skotlands og þeir komið til okkar. Colin Hepburn sem er okkar ráðgjafi og Sara Hotchkiss hafa einnig verið tíðir gestir hjá okkur og unnið fyrir okkur mjög spennandi verkefni.
Sara og Colin
Colin og Sigurdur
Bryndís í einni af mörgum vinnuferðum. Hér er hún í Skotlandi
Heimsókn á rannsóknarstofuna í Skotlandi
Heimsókn til Skotlands
Í lok mars kom góður vinur okkar og félagi Ove í heimsókn með 2 aðra starfsmenn frá BHJ. Þau hafa mikinn áhuga á samstarfi, og að kaupa ýmsar fiskafurðir, þurkað þang og Alginat.
Heimsókn frá BHJ – Ove & co
Þangbrandur fyrsti hefur haft það frekar náðugt í höfninni í Stykkishólmi en við höfum aðeins farið nokkra dagtúra til að ná í prufur fyrir væntanlega kaupendur. Þar sem að aukinn áhugi hefur verið á nýtingu þangs og þara í Breiðarfirði undanfarin ár er Sjávarútvegsráðuneytið að vinna að lagasetningu um nýtingu þangs og þara og viljum við aðeins sjá hvernig þau lög líta út áður enendanleg ákvörðun er tekin um framhaldið.
Ingvar og þaraklóin sem hann smiðaði siðasta vetur
Tilraunir vid þurkun á þara
Það er stór og dýr ákvörðun að setja upp Alginat verksmiðju. Fyrir utan allan kostnað við skip, öflun, orku og húsnæði þá kosta tækin inn í húsið yfir miljarð, þannig að við viljum sjá ákveðið öryggi varðandi hráefnið áður en endanleg ákvörðun verður tekin á meðan bíða samstarfsaðilar óþolinmóðir með tilbúna pappíra til undirskriftar og eins fyrirtækið í Suður-Afríku sem ætlar að smíða fyrir okkur þau sérhæfðu tæki sem þarf í svona vinnslu. Hingað til hefur ákvarðanartaka ekki staðið í okkur en nú viljum við aðeins bíða og sjá.
Þang á leið í þurrkara
Stórþari
Í byrjun apríl var sett af stað ákv ransóknarvinna að hálfu Hafransóknunarstofnunar til að rannsaka magn Klóþangs og Stórþara í Breiðafirði. Rannsóknin nær yfir þriggja ára tímabil og munum við hjá Félagsbúinu ásamt Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum og Marino frá Írlandi taka þátt í þeirri rannsókn undir stjórn Karls Gunnars.
Karl Gunnarsson er hafsjór fróðleiks er kemur að sjávargróðri
Nú er raðhúsið okkar langt komið, múrverk og hitakerfi tilbúið og búið að mála, þessa dagana er rafvirki að klára rafmagnið og á næstu vikum verða svo sett gólfefni og innréttingar. Þá erum við einnig að taka í gegn íbúðina í gulahúsinu og litla sumarbústaðinn en þar eru Þórður og Sonja að mála og síðan stendur til að ráðar í að taka Lynghaga í gegn.
Raðhúsið síðastliðið haust
Þakið sett á raðhúsið
Tekið við lyklum að raðhúsinu
Raðhúsið séð frá Miðhrauni
Vaidas og Vilma kvöddu okkur í byrjun júní en þau hafa starfað hjá okkur síðan 2011. Það er alltaf erfitt að kveðja gott fólk, mikil eftirsjá í þeim og tómlegt að Camila litla sé ekki lengur að skottast um á Miðhrauni.
Sigurður og Camile að gefa heimalningunum
Spas hefur starfað hjá okkur í að verða ár, en hann réð sig í stuttan tíma og kvaddi okkur núna í júlí. Hann er mikill dýravinur og hundarnir okkar afar hrifnir af honum. Greinilega góður maður með stórt hjarta. Við þökkum honum fyrir góð störf
Spas og Bryndís
Guðmundur Andri hefur tekið að sér að leysa bílstjórana okkar af í sumar og sér um alla fiskflutninga frá Reykjavík–Miðhraun-Snæfellsnes hann er frábær bílstjóri þrátt fyrir ungan aldur og sá allra besti bílstjóri sem hefur unnið hjá okkur hjá FB- Miðhrauni.
Guðmundur á leið í sína fyrstu ferð á IVECO
Guðmundur með systursyni sína þá Sigga og Jón Loga
Ekki er hægt að kvarta yfir veðrinu þetta sumarið, sól og blíða dag eftir dag, þegar veðrið er svona gott er allt svo auðvelt og þægilegt. Sauðburðurinn gekk ótrúlega vel mikil frjósemi gott heilbryggði og lambfé komið snemma á fjall. Við kláruðum heyskapinn fyrir viku og fengum met uppskeru.
Sandatúnið
Allur gróður skartar sínu fegursta og lítur út fyrir met uppskeru bæði inn í gróðurhúsi og út í náttúrunni hvert sem litið er eru blóm ber og endalaus fegurð, fólkið okkar tínist í og úr sumarfríum uppfullt af orku og góðum minningum eftir góð frí tilbúið að takast á við ný og spennandi verkefni við eru þakklát fyrir það sem við höfum.
Jón Logi og hrússi litli
Ærnar okkar fengu að bera úti og gekk það vel. Hér er ein að kara fyrsta af þrem úti í vor sólinni