Þangbrandur fyrsti

Timona

Síðastliðin 4 ár hefur Félagsbúið á Miðhrauni verið að vinna markvíst að því að fara að vinna þang úr Breiðafirði ásamt tengdasyninum Ingvari, Ómari bróðir hans og Jónsa frænda þeirra.

Margar hugmyndir hafa komið upp um hvernig best sé að afla þangs og nokkrar ferðir hafa verið farnar út í heim að skoða græjur t.d til Danmörku, Póllands, Þýskalands, Spánar og Hollands.Síðastliðin 2 ár höfum við svo eytt miklum tíma í að finna skip og pramma sem henta okkur í þangöfluninni. Í Febrúar 2015 fundum við svo rétta skipið í Hollandi og erum við búin að kaupa það eftir hafa skoðað það, skipið fékk nafnið Þangbrandur fyrsti og erum við mjög ánægð með það, vel útbúið og flott skip.

Það tók langan tíma og að ganga frá öllum leyfum og koma skipinu á íslenskt haffærni.

Við sendum Val skoðunarmann frá Siglingarstofnum til Hollands til að taka út skipið og staðfesta að það fullnægði öllum íslenskum reglugerðum til að fá samþykki til að sigla því heim.

 

Ove

Ove vinur okkar í Danmörku með kynningu.

Danmörk

Kynning í Danmörku 2012

DK

Fyrirtæki skoðað í Danmörku 2012

Amsterdam

Amsterdam fyrir Jólin 2012 að skoða pramma.

Holland

Holland Febrúar 2015 að skoða Þangbrand Fyrsta.

2.Júlí voru svo 4 galvaskir sjómenn sem sigldu skipinu til Íslands frá Hollandi en það voru Markús Alexandersson skipstjóri, Ásgeir Ásgeirsson stýrimaður, Finnur S. Kjartansson vélstjóri og Hermann Beck vélavörður, þeir voru 12 daga að sigla með góðu stoppi í Færeyjum og Vestmannaeyjum.Við skruppum til Vestmannaeyja og tókum á móti þeim þar og síðan tókum við aftur á móti þeim 13. Júlí í heimahöfn sem er Stykkishólmur.

Þar var körlunum boðið út að borða og haldið upp á daginn.

Í Vestmanneyjum

Ingvar, Jón Logi, Bryndís, Sigurður, Hermann Vélavörður, Markús Skiptsjóri og Ásgeir Stýrimaður.

Vestmanneyjar

Bryndís, Jón Logi, Krúsi Kapteinn og Sigurður.

Siglt frá Vestmanneyjum

Silgt frá Vestmanneyjum til Stykkishólms.

Komin í hólminn

Kominn í Stykkishólm þann 13. Júlí 2015.

Siggi

Sigurður festir skipti við sína heimahöfn í Stykkishólmi.

Tekið á móti skipinu

Vel tekið á móti Þangbrandi Fyrsta.

Einar og frú

Einar Karl og frú buðu Þangbrand velkomin í Stykkishólm.

Ingvar

Skálað um borð.

út að borða

Út að borða í tilefni þess að Þangbrandur er loksin mættur á svæðið.

út að borða

Konur og börn komu með 🙂 

Eins og áður segir er þurrkverksmiðjan fyrir þarann að verða til þannig að nú fer allt að rúlla af stað, til að byrja með munum við aðeins þurrka þangið og þarann hakka það og selja það þannig.

En stefnan er tekin á fullvinnslu og erum við búin að vera að undirbúa það verkefni í 3 ár með aðstoð erlends ráðgjafafyrirtækis, verið er að hanna vinnslu fyrir alginat og undirbúa kaup á tækjum og tólum fyrir þá vinnsl.

Í seinustu viku voru hjá okkur 3 skemmtilegir menn, ráðgjafinn okkar frá Skotlandi og tveir hönnuðir frá Suðurafríku sem eru að hanna fyrir okkur verksmiðjuna, við sátum yfir útreikningum og allskonar hugmyndum í 4 daga og tókum svo einn dag og fórum á Þangbrandi fyrsta til að skoða Breiðafjörðin, þangið og þarann þar í kringum eyjarnar hans Jónsa og hans fjölskyldu.

Við munum byrja þangöflun á þeirra landhelgi vonandi á næstu dögum og munu þeir Jónsi, Ingvar og Ómar stjórna því.

Við fengum yndislegt veður og Breiðafjörðurinn skartaði sínu fegursta sjórinn var spegils sléttur og dagurinn algerlega ógleymanlegur.

Sigurður og Colinn á fundi.

Ráðgjafar og Sigurður skipuleggja Alginat verksmiðju á Miðhrauni.

Colinn á siglingu um Breiðafjörðinn.

Siglt á Gul frá Þangbrandi yfir í eyjarnar.Jónsi, Ómars, Mark, Colin og Johan.

Kapteinn Krúsi yfirgaf ekki flegið á meðan hinir spókuðu sig um eyjarnar.

Mark fagnar sigri eftir að hafa klifið upp í eina af eyjunum.

Meðferðis var auðvita haft með nesti og nýjir skór og kannski smá bjór.

Þangbrandur tekur sig vel út í sínu rétta umhverfi.

Ómar og Mark að ræða málinn.

Ragnheiður skoðar þarann.

Guðmundur Andri skelti sér í þarabað.

Askur Jóhanns skelti sér líka í þarabað enda holt og gott fyrir KR-inga.

Þangbrandur Fyrsti.

Book Now